Norska olíufyrirtækið StatoilHydro lét í ljós samstarfsvilja með bandarískum stjórnvöldum í aðdraganda þess að yfirvöld vestra taka til skoðunar fjárfestingar fyrirtækisins í gasvinnslu í Íran. Bandarísk lög banna fyrirtækjum að fjárfesta fyrir meira en 20 milljónir Bandaríkjadala í Íran en gripið var til þeirra þvingunaraðgerða vegna kjarnorkuáforma klerkastjórnarinnar í Teheran.

Ásamt yfirlýsingu StatoilHydro tóku forráðamenn félagsins fram að það hyggist ekki á frekari fjárfestingu í Íran. Spenna fer nú vaxandi vegna kjarnorkuáforma Írana og óttast margir að hún verði til þess að heimsmarkaðsverð á olíu hækki enn frekar.