Norski álframleiðandinn Norsk Hydro tilkynnti í dag að félagið muni minnka álframleiðslu sína til að „mæta markaðsaðstæðum“ eins og það er orðað í tilkynningu frá félaginu.

Dow Jones fréttaveitan greinir frá því í dag, og vitnar í tilkynningu Norsk Hydro að eftirspurn eftir áli hafi farið minnkandi því telji félagið nauðsynlegt að hægja á framleiðslunni.

Hilde Aasheim, forstjóri Norsk Hydro segir í samtali við Dow Jones að fjármálakrísa sú er nú ríður yfir heimsbyggðina hafi haft nokkur áhrif á áliðnaðinn. Það sýni sig best í minnkandi eftirspurn eftir áli og álvörum.

Þá segir hún að áliðnaðurinn sjái fram á frekari erfiðleika ef markaðir taki ekki við sér fljótlega.

Hún segir í samtali við Dow Jones að félagið sé í stakk búið til að taka á sig niðursveiflu en hjá því verði ekki komist að minnka framleiðslu og sýna aðhald í rekstri, meðal annars með uppsögnum starfsmanna.