Norsk Hydro íhugar nú að reisa álver í Múrmansk í Rússlandi. Þetta kom fram í máli forstjóra fyrirtækisins þegar hann ræddi við forsætisráðherra Rússlands og aðra rússneska embættismenn, sem staddir eru í Noregi í boði forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenbergs. Rússarnir hitta forsvarsmenn Norsk Hydro, sem er í 41% eigu norska ríkisins, og Statoil, sem er 71% í eigu ríkisins. Bæði fyrirtæki reyna nú, með stuðningi norskra yfirvalda, að kaupa hlut í Shotkman verkefni rússneska félagsins Gazprom OAO í Barentshafi.

Samkvæmt áætlunum Shotkam er gert ráð fyrir að reisa gasverksmiðju nærri Múrmansk og þótt líklegt sé að meginhluti gassins verði seldur til útlanda, sér í lagi Bandaríkjanna, gæti verksmiðjan einnig hugsanlega séð álveri fyrir orku.