Olíufyrirtækið Norsk Hydro hefur lækkað framleiðslumarkmið sitt fyrir árið 2006, úr 585 þúsund boe/d (olíu/gas fötum á dag), niður í 570 þúsund fötur, segir í frétt Dow Jones.

Framleiðslutafir og minni gasframleiðsla í Noregi en vænst hafði verið er gefin upp sem ástæða. Þetta er í annað sinn sem Norsk Hydro lækkar markmið sitt, en í júní lækkaði fyrirtækið úr 615 þúsund fötum í 585 þúsund fötum.

Statoil lækkaði framleiðslumarkmið sín í síðustu viku.