Norsk stjórnvöld tilkynntu í dag að innlán viðskiptavina Kaupþings þar í landi yrðu tryggð af Tryggingasjóði innstæðueigenda á Íslandi.

Þetta kemur fram hjá fréttaveitu Dow Jones.

Þar kemur fram að hinn íslenski tryggingasjóður muni tryggja allt að 20 þúsundir evra (um 3 millj.ísl.kr.) á hvern einstakling en heildar innlán í bankanum eru um 400 milljónir norskra króna (um 7,1 milljarður ísl. kr.) að sögn Dow Jones.

Þá kemur fram að viðskiptavinir Kaupþings í Noregi muni ganga verulega á norska tryggingasjóðinn, Bankenes Sikringsfond en hann tryggir allt að 2 milljónir norskra króna á hvern einstakling að frádregni upphæð þeirri sem fæst úr íslenska sjóðnum.