Viðskipti hafa verið stöðvuð með bréf í plastframleiðslufyrirtækinu Polimoon ASA í norsku kauphöllinni á meðan rannsakað er hvort tilboðsgjafar í félagið hafa mismunandi upplýsingar um rekstur fyrirtækisins að því er kemur fram í tilkynningu frá kauphöllinni.

Eins og komið hefur fram í fréttum eru Promens, dótturfélag Atorku Group, og Plast Holding AS, dótturfélag CapMan að bítast um félagið.