Norska krónan hefur ekki verið lægri síðan í fjármálahruninu árið 2008 og stendur nú í 10,1 krónu á hverja evru. En hræðsla við tollastríð hefur keyrt niður verðið á olíu sem er mikil áskorun fyrir hagkerfið í Noregi. Þetta kemur fram á vefsíðu Bloomberg .

Verðið á Brent hráolíu hefur lækkað um 12% síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun að setja tolla á allan kínverskan innflutning til Bandaríkjanna.

Noregur er stærsti framleiðandi á olíu í vestur Evrópu og næstum helmingurinn af öllum útflutningi Noregs er olía og jarðgas.