*

þriðjudagur, 28. september 2021
Innlent 31. ágúst 2013 18:23

Norska undrabarnið mætir indverska tígrisdýrinu

Magnus Carlsen og Vishy Anand tefla um heimsmeistaratitilinn í nóvember.

Hrafn Jökulsson
Magnus Carlsen og Anand.

Skákáhugamenn bíða í ofvæni eftir einvíginu sem hefst í indversku stórborginni Chennai eftir 68 daga. Þar mætast þeir meistarar sem eiga mestan þátt í stórauknum vinsældum skákíþróttarinnar um veröld víða: Heimsmeistarinn Anand (43 ára) og norski undradrengurinn Carlsen (22 ára). Þegar er byrjað að tala um „einvígi aldarinnar“ en sá stimpill var síðast notaður þegar Fischer og Spassky mættust í Reykjavík sumarið 1972.

Flestir sérfræðingar spá því að Magnus Carlsen fari með sigur af hólmi í einvíginu og verði þannig fyrsti heimsmeistarinn frá Vestur- Evrópu síðan Hollendingurinn Max Euwe bar krúnuna 1935-37. (Euwe var einmitt í einu af aðalhlutverkunum, sem forseti FIDE, í einvígi Fischers og Spasskys í Reykjavík.) Carlsen hefur komið sér makindalega fyrir í efsta sæti á heimslistanum, með 2862 Eló-stig og er heilum 60 stigum hærri en næsti maður. Anand hefur hinsvegar sigið niður listann síðustu misserin og er nú aðeins í 6. sæti með 2775 stig – á milli þeirra eru Aronian frá Armeníu,Rússarnir Kramnik og Grischuk, og Ítalinn Caruana.

Lesa má nánar um heimsmeistaraeinvígið í Viðskiptablaðinu 29. ágúst 2013. Áskrifendur geta lesið blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.

Stikkorð: Skák Magnus Carlsen Ananad