Norski bankinn, Den Norske Bank, hefur samþykkt að afhenda upplýsingar um þá Norðmenn sem komið hafa fé sínu fyrir í skattaskjólum. Þetta kemur fram í frétt á vef ruv.is.

Samkomulag náðist á milli bankans og skattayfirvalda í Noregi og Luxemborg um að bankinn afhendi allar upplýsingar um skúffufyrirtæki sem skrifstofa bankans í Luxemborg hefur aðstoðað við að stofna í skattaskjólum.

Um er að ræða 40 viðskiptavini bankans sem er að finna í Panamaskjölunum. Þeir stofnuðu árin 2006-2010 skúffufyrirtæki á Seychell-eyjum með aðstoð lögfræðistofnunnar Mossack Fonseca í Panama. Með upplýsingum frá DNB geta skattayfirvöld nú séð hverjir það eru sem falið hafa fé í þessum skúffufyrirtækjum.