Norski olíusjóðurinn var um áramót 5038 milljarða norskra króna virði. Það jafngildir því að hann hafi verið rúmlega 94 þúsund milljarða íslenskra króna virði. Þetta kemur fram í ársreikningi sem birtur var í morgun og norski viðskiptavefurinn e24 greindi frá. Upphæðin samsvarar 1 milljón norskra króna á hvern Norðmann, eða 18,7 milljónum íslenskra króna.

Eignir sjóðsins jukust um 1200 milljarða norskra króna virði í fyrra. Þetta skýrist meðal annars af hagnaði vegna fjárfestinga og framlaga frá norska ríkinu. Á móti vegur að norska krónan styrktist nokkuð.

Eignum norska olíusjóðsins er skipt í þrjá hluta. Það eru hlutabréf, fasteignir og verðbréf en í ríkistryggð bréf eru mest áberandi í síðasta hlutanum. Mestur hagnaður varð af hlutabréfunum en virði þeirra jókst um 26% á síðasta ári.