Norski olíusjóðurinn, sem er nú um 107.000 milljarðar íslenskra króna að stærð, mun þurfa að selja hlutabréf í 120 fyrirtækjum fyrir um 850 milljarða króna vegna breytinga í fjárfestingastefnu sjóðsins.

Í júní ákvað norska þingið að sjóðurinn myndi selja hlutabréf sín í þeim fyrirtækjum þar sem 30% eða meira af tekjum koma til vegna kolaiðnaðar. Þar á meðal eru námafyrirtæki og orkufyrirtæki.

Sjóðurinn sendi norska fjármálaráðherranum bréf þar sem farið var með ítarlegri hætti yfir það hvernig þessari nýju stefnu yrði framfylgt.