Heildarvirði norska eftirlaunasjóðsins, olíusjóðsins, var 2.090 milljarðar norskra króna við lok október, eða sem nemur ríflega 300 milljörðum dollara. Til samanburðar námu heildareignir 2.119 milljörðum við lok september, og ávöxtun sjóðins var því neikvæð um 1,3% í október. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá seðlabanka Noregs, sem hefur meðal annars á snærum sínum rekstur olíusjóðsins.

Noregur notar ágóða ríkisins af olíuvinnslu þar í landi í eftirlaunasjóð allra landsmanna.

Skýrsla seðlabanka Noregs með endanlegum tölum fyrir þriðja ársfjórðung verða birtar 25. nóvember næstkomandi.