Norski seðlabankinn hefur boðið Ingimundi Friðrikssyni, fyrrverandi Seðlabankastjóra, stöðu við bankann. Hann hefur lýst yfir áhuga en hefur ekki  tekið ákvörðun.

Þetta staðfestir Audun Gronn, stjórnandi alþjóðadeildar norska seðlabankans, í samtali við fréttastofu Bloomberg í dag.

Haft er eftir Gronn að taki Ingimundur tilboðinu geti hann hafið störf strax í sumar. Ekki sé þó búið að móta stöðuna.

Gronn segir að norski seðlabankinn hafi verið í góðu samstarfi við Ingimund og líti á hann sem hæfan fagmann.

Ingimundur baðst lausnar frá starfi sínu sem Seðlabankastjóri í byrjun mánaðar eftir að forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hafði farið þess á leit við bankastjórnina.