Norski seðlabankinn hefur boðið út gjaldeyrisskiptasamninga fyrir 5 milljarða Bandaríkjadala.

Allir bankar sem eru staðsettir eru í Noregi fengu að taka þátt í útboðinu en því var eðli málsins samkvæmt ætlað að auka dollaramagn í umferð í fjármálakerfinu.

Töluverð umframeftirspurn var í útboðinu en heildarandvirði tilboða nam 12,05 milljörðum dala.

Norski seðlabankinn stóð fyrir sambærilegu útboði í síðustu viku en að sögn Dow Jones-fréttaveitunnar var það til að bregðast við algjörri dollaraþurrð á fjármálamörkuðum.