Norski nýsköpunarsjóðurinn Innovasjon Norge hefur ekki hugmynd um hversu mörg af þeim fyrirtækjum sem sjóðurinn hefur styrkt hafa orðið gjaldþrota eða verið leyst upp, að því er segir í frétt á vefnum E24.

Ekkert eftirlit eða eftirfylgni virðist vera með þeim fyrirtækjum sem fá styrki, lán eða lánsábyrgðir hjá sjóðnum en frá stofnun hans nemur aðstoð hans samtals um 15,9 milljörðum norskra króna, anvirði um 335 milljörðum íslenskra króna.

Innovasjon Norge hefur áður sagt að samkvæmt tveimur skoðanakönnum fari um 4% þeirra fyrirtækja sem njóta stuðnings sjóðsins á hausinn eða mistakist með öðrum hætti. Rannsókn E24 leiðir hins vegar í ljós að þetta hlutfall er ríflega 19%, eða nær fimmfalt hærra en sjóðurinn stóð í trú um.

Á engum tímapunkti frá stofnun Innovasjon Norge hefur forstjóri hans, Gunn Ovesen, útvegað sér yfirlit yfir þau félög sem orðið hafa gjaldþrota. „Það er ljóst að við getum gert betur,“ segir Ovesen við E24.