Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, kemur í opinbera heimsókn til Íslands á morgun, mánudag 3. nóvember. Hann kemur í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra og endurgeldur þar með heimsókn hennar til Noregs sumarið 2007.

Utanríkisráðherrarnir munu á fundi sínum ræða samskipti ríkjanna, efnahagsmál og horfur í alþjóðamálum. Þá mun Jonas Gahr Støre funda með forsætisráðherra, Geir H. Haarde, auk þess sem hann heldur fyrirlestur um Norðurslóður í Háskóla Íslands og er ræðumaður á opnum fundi Samfylkingarinnar í Iðnó.

Fundur utanríkisráðherrana verður í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og að honum loknum verður undirritaður samningur um kolvetnisauðlindir sem liggja beggja vegna markalínu landgrunnsins milli Íslands og Jan Mayen.

Óvíst er hvað Ingibjörg Sólrún verður mikið frá vinnu að öðru leyti en því að hún mun eiga fund með Jonasai Gahr, en hún er að ná sér eftir aðgerð sem gerð var sl. föstudag og tókst vel.