*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 1. júní 2012 16:59

Norskir fjárfestar kaupa hlut í Alp

Rekstaraðilar Avis og Budget í Skandinavíu hafa keypt 45% hlut í Apl ehf.,sem rekur bílaleigurnar hér á landi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eigendur Rac Holding AS, sem rekur Avis og Budget bílaleigurnar í Skandinavíu, hafa keypt 45% hlut í Alp ehf., sem er eigandi Avis og Budget hér á landi. Dag Andre Johansen, framkvæmdas t jór i Rac Holding, segir að um langtíma fjárfestingusé að ræða enda er fjárfestingin bundin hér á landi í að minnsta kosti fimm ár þar sem farið var í gegnum gjaldeyrisútboð Seðlabankans.

Norska félagið Rac Holding AS tók yfir rekstur Avis og Budget í Skandinavíu fyrir um tveimur árum frá suður-afríska félaginu Barloworld. Félagið útvíkkar því starfsemi sína enn frekar með kaupum á hlutnum hér á landi. „Okkar tilfinning er sú að íslenska fyrirtækið sé vel rekið og með góða stjórn,“ segir Dag Andre.

Hjálmar Pétursson, framkvæmdastjóri Alp, segir að um sé að ræða sterka aðila með mikla fagþekkingu sem komi inn í Alp sem nýir hluthafar.

Stikkorð: Alp Budget Bílaleigur Avis Apl