Tesla Model 3 er mest seldi bílinn í Noregi það sem af er ári, að því er kemur fram í gögnum norska Bílgreinasambansins. Þetta er fyrsta árið sem Tesla trónir á toppi sölulistans í Noregi en salan tók mikinn kipp á síðasta ári þegar bílinn var næstmesti seldi rafbílinn á eftir Nissan Leaf.

Forskot Tesla er umtalsvert enda hafa Norðmenn tekið Tesla Model 3 opnum örmum; 12% allra nýrra farþegabíla (venjulegra og rafbíla) eða um það bil ein af hverjum átta bílum sem keyptir hafa verið í Noregi  í ár er úr verksmiðju Tesla í Kaliforníu. Fyrstu átta mánuði ársins hafa rúmlega 11.500 Tesla Model 3 verið skráði nýir á þjóðvegi Noregs. Volkswagen Golf kemur næstur þar á eftir með 7.200 nýskráningar.

Ríflega helmingur allra nýrra bíla í Noregi í fyrra gengu alfarið fyrir rafmagni en hvergi í heiminum er hlutfall rafmagnsbíla jafn hátt. Hlutfallið hefur haldið áfram að hækka á þessu ári og fór yfir 60% síðastliðinn mars. Samkvæmt upplýsingum norska Bílgreinasambandsins var fjórðungur allra nýrra bíla í september úr verksmiðjum Tesla.