Breski bankinn Northern Rock tilkynnti í dag að fyrirtækið muni minnka um a.m.k. helming og segja upp um 2.000 starfsmönnum á næstu árum.

Bankinn, sem varð þjóðnýttur í síðasta mánuði, vill snúa sér aftur að hefðbundnari bankaviðskiptum, þ.e. innlánum og útlánum.

Samkvæmt frétt The Guardian sagðist Ron Sandler, stjórnarformaður bankans, vera ánægður með hversu vel gengur að þróa viðskiptaáætlun bankans, sem felur í sér að bankinn verður minni og stöðugri.

"Hvað varðar endurskipulagningu bankans munum við vinna með starfsfólki okkar að því að lágmarka fjölda uppsagna og þau áhrif sem þær hafa. Ég er sannfærður um að Northern Rock mun áfram vera stór vinnuveitandi með fjárhagslegan styrk til að verða, þegar fram líða stundir, aftur inn á einkavæddur" sagði Sandler.