Breski bankinn Northern Rock hefur hafið viðræður við starfsmenn sína vegna áætlunar bankans um að fækka störfum um 2.000, sem er um einn þriðji starfsmanna bankans.

Bankinn, sem nú hefur verið þjóðnýttur, staðfesti samkvæmt frétt Daily Telegraph, að hann stefni að því að ljúka meirihluta uppsagna á þessu ári og vonist til þess að þeim verði að fullu lokið árið 2011.

„Það er mikilvægt að við minnkum við okkur. Þetta er erfiður tími fyrir starfsfólk okkar og við munum vinna náið með þeim til að lágmarka skaðann“ hefur Telegraph eftir bankastjóra Northern Rock, Ron Sandler.