Northern Rock gæti verið í eigu ríkisins í mörg ár, að því er kom fram í máli Ron Sandler , en hann var ráðinn af Gordon Brown til að reka bankann eftir að þjóðnýting hans er gengin í gegn. „Hér er klárlega um að ræða eignarhald til nokkurra ára," segir Sandler. Í september síðastliðnum varð Northern Rock fyrir bankaáhlaupi, en 140 eru síðan slíkt átti sér síðast stað í Bretlandi. Þetta kemur fram hjá Bloomberg.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagðist vilja tímabundið eignarhald ríkisins á bankanum. Um leið og Northern Rock verður þjóðnýttur munu ráðherrar ríkisstjórnarinnar vera ábyrgir fyrir eignum sem eru metnar á 113 milljarða punda, og  jafnframt mun starfsmönnum ríkisins fjölga um 6.500. Stjórnmálaskýrendur telja að þetta muni skaða orðspor Brown og minnka tiltrú á hæfileika hans til efnahagsstjórnar. Íhaldsmenn á breska þinginu hafa sagst munu kjósa gegn þessum gjörning þegar málið verður tekið fyrir í þinginu.