Sund seldi sig út úr Northern Travel Holding í lok síðasta árs. Félagið var stofnað með um 20 milljarða í skuldum en hefur að auki þurft að leggja stærsta rekstrarfélaginu, Sterling, til fé.

Sund seldi 22% hlut sinn í Northern Travel Holding undir lok síðasta árs til félagsins sjálfs. Ekki fæst uppgefið hvert kaupverðið var eða hvort eða hversu mikið fé skipti um hendur í þessum viðskiptum.

Hins vegar liggur fyrir að Northern Travel Holding má aðeins eiga svo stóran hlut í sjálfu sér í sex mánuði.

Því er væntanlega alveg komið að því að félagið verði að selja hlutinn en ekki er líklegt að kaupendur séu á hverju strái í því ástandi sem nú er.

Jón Kristjánsson hjá Sundi segir félagið hafa selt sinn hlut í desember en þá hafi það átt hlutinn í um eitt ár. Hann segir verð vera trúnaðarmál en tekur þó fram að Sund hafi ekki tapað á fjárfestingu sinni í Northern Travel Holding.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .