Sænska ferðaskrifstofan Ticket Travel, sem er að hluta til í eigu íslenska flug- og ferðaiðnaðarfyrirtækins Northern Travel Holding hefur ákveðið að hætta við kaup norrænu ferðaskrifstofunni Kilroy Travels, segir í tilkynningu frá Ticket Travel.

Félagið segir ástæðuna vera að ekki náðist samkomulag um kaupverð. Eignarhaldsfélagið Fons keypti jafnt og þétt í Ticket Travel í fyrra og er stærsti hluthafinn í félaginu í gengum Northern Travel.

Northern Travel var stofnað til að halda utan um rekstur danska lággjaldaflugfélagins Sterling, sem FL Group seldi inn í félagið fyrir 20 milljarða króna í desember síðastliðnum.

Hluthafar Northern Travel eru íslensku fjárfestingafélögin Fons, FL Group og Sund. Innan Northern Travel verða einnig Iceland Express, 51% hlutur í breska leiguflugfélaginu Astraeus, 29,26% hlutur í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket sem skráð er á sænska hlutabréfamarkaðinn og allt hlutafé í dönsku ferðaskrifstofunni Hekla Travel.