Stjórnvöld í Pjongjang hafa nú komið til móts við þann fjölda neytenda sem óska sér að eignast varning, sem er framleiddur í hinu dularfulla sósíalíska ríki á Kóreuskaga.

Breska ríkisútvarpið, BBC, segir frá því, að stjórnvöld í landinu hafi opnað vefsvæði þar sem áhugasamir, geti keypt norðurkóreskan varning á borð við reiðhjól, byggingarefni, ýmis farartæki og sósíalrealíska listmuni, en einhverjum kann að þykja fengur að hinu síðastnefnda, þar sem þeir hafa ekki verið algengir á Vesturlöndum síðastliðin ár.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .