Boris Gryzlov forseti Ríkisdúmunnar í Rússlandi hefur boðið Norðurlandaráði að taka þátt í kosningaeftirliti í forsetakosningunum sem fram fara þann 2. mars 2008. Norðurlandaráð hefur ákveðið að taka ekki þátt í kosningaeftirlitinu.

Norðurlandaráð hefur tekið þátt í kosningaeftirliti þegar kosið hefur verið til þings í Rússlandi. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs hefur sett reglur um þátttöku Norðurlandaráðs í kosningaeftirliti. Þær byggja á því að Norðurlandaráð geti einungis sent fulltrúa til að fylgjast með kosningum á grannsvæðum Norðurlanda þegar kosið er til þings. Þess vegna mun Norðurlandaráð ekki taka þátt í kosningaeftirliti við forsetakosningarnar í Rússlandi þann 2. mars 2008.