Hlutabréf á Norðurlöndunum lækkuðu mikið í kjölfarið þess að Seðlabanki Evrópu og Danmerkur lækkuðu stýrivexti um 50 punkta, sem olli markaðnum vonbrigðum, samkvæmt frétt Dow Jones. Markaðurinn vonaðist eftir meiri lækkun til að komast til móts við hægagang í evrópsku efnahagslífi.

Skandinavíska hlutabréfavísitalan OMXN40 féll um 6,9% og er 690 stig og norska vísitalan OBX lækkaði um 11% og er 213 stig, samkvæmt fréttinni.