Svíþjóð, Finnland og Danmörk eru meðal fremstu nýsköpunarlanda í heimi. Þetta kemur fram í yfirliti yfir nýsköpun „European Innovation Scoreboard” sem birt er árlega og tekur til árangurs Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Japan.

Í tilkynningu vegna þessarar árlegu samanburðarkönnun segir að litið sé til getu landanna til að skapa aðstæður til nýsköpunar og hvernig þær eru nýttar.

Ísland er einnig ofarlega á listanum en Noregur lendir aðeins neðar. Svíar er sú þjóð sem trónir á toppnum þegar litið er til nýsköpunar en árangur þeirra er ekki eins góður þegar metið er hvernig sóknarfærin eru nýtt.

Það er frábært að Norðurlönd skuli koma svona vel út úr könnuninni og við ættum að leggja áherslu á að bæta enn frekar aðstæður til nýsköpunar, segir Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Norræna ráðherranefndin vinnur að því að styrkja nýsköpunarumhverfi á Norðurlöndum, ekki síst með því að afnema stjórnsýsluhindranir á landamærum.

Mikilvægt er að allar hugmyndir fái brautargengi og bæti þar með alþjóðlega samkeppnishæfni Norðurlanda. Við þurfum að kynna norræna nýsköpun um allan heim, segir Halldór Ásgrímsson.