Í dag gengur í gildi samkomulag um samvinnu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna til að tryggja fjármálastöðugleika og samhæfa viðbrögð við fjármálaáfalli sem snertir fleiri en eitt ríki. Þetta segir í fréttatilkynnigu um samkomulagið.

Samkomulagið hefur verið undirritað af fulltrúum fagráðuneyta, seðlabanka og fjármálaeftirlits Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Lettlands, Litháen, Noregs, Svíþjóðar og Íslands.

„Með samkomulaginu er komið á fót fyrsta evrópska samstarfshópnum á grundvelli samkomulags ríkja innan EES um samvinnu til að tryggja fjármálastöðugleika yfir landamæri. Þannig eru stjórnvöld Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna fyrst til að innleiða ákvæði þessa samkomulags EES sem undirritað var í júní 2008. “

Samkomulagið er ekki lagalega bindandi en er ætlað að efla samvinnu og samhæfa viðbrögð og vinnubrögð.

??