Fyrir bankahrunið var heimilisrafmagnið ódýrast í Helsinki og Reykjavík fylgdi fast á eftir, síðan Osló og Stokkhólmur og dýrast var það í Kaupmannahöfn.

En eftir gengisfallið á íslensku krónunni er staðan sú að rafmagnið er ódýrast í Reykjavík en litlu dýrara í Helsinki.

Þetta kemur fram á vef Samorku en Samorka hefur borið saman rafmagnskostnað heimila í höfuðborgum Norðurlandanna. Gerður er samanburður á kostnaði heimila sem nota 4000 kWh á ári (ekki upphitunarkostnaður).

Í Osló er rafmagnið um 35% dýrara en í Reykjavík og um 63% dýrara í Stokkhólmi. Í Kaupmannahöfn er rafmagnið hins vegar langsamlega dýrast, eða meira en fjórfalt dýrara en í Reykjavík.

Sjá nánar á vef Samorku.