Norvik hf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu, hefur keypti sögunarmyllu í Perno í Eistlandi EWP (Estonia Wood Products) en hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns. Endanlega var gengið frá kaupverðinu nú skömmu eftir áramót.

EWP framleiðir um 40.000 rúmmetra af timbri en verksmiðjan er ekki eins tæknilega fullkomin og sú sem félagið á og rekur í Lettlandi.

Norvik hf.,keypti í september síðastliðnum stærstu sögunarmyllu Lettlands, VIKA Wood. Framleiðir verksmiðjan um 270.000 rúmmetra af söguðu timbri á ári, og eru starfsmenn um 200 talsins. Með þessum kaupum varð Norvik stærsti útflutningsaðili timburs frá Lettlandi með tæplega 420.000 rúmmetra heildarumsetningu.

Að sögn Jóns Helga efla kaupin stöðu fyrirtækisins á markaði í Eistlandi en þó ekki síður í Englandi sem er stærsti útflutningsmarkaðurinn fyrir timburafurðir félagsins.