Norvík-samsteypan, sem á byggingavöruverslunina Byko að fullu, kom nýlega með 140 milljónir króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Norvík gaf út skuldabréf til tíu ára að fjárhæð 139,4 milljónum króna í júnímánuði. Fjármagnið á að nota til að renna stoðum undir rekstur Byko, en reksturinn hefur gengið erfiðlega á síðustu árum.

Guðmundur H. Jónsson, fráfarandi forstjóri Byko, segir í samtali við Morgunblaðið að byggingamarkaðurinn sé að taka við sér eftir erfið ár. Byko tapaði 391 milljón króna árið 2012 samanborið við 352 milljóna króna tap árið áður.