Er­lend dótt­ur­fé­lög Nor­vik sem eru starfrækt undir nafni Nor­vik Timber Industries í Eistlandi, Lett­landi og Bretlandi verða seld til sænska félagsins Bergs Timber. Nor­vik er stærsti eig­and­inn í Bergs Timber með tæp­lega þriðjungs­hlut en frá þessu er greint í til­kynn­ingu frá Bergs Timber sem er skráð í sænsku kaup­höll­inni. Kaupin eru háð samþykki stjónar Bergs Timber.

Eins og stend­ur á Nor­vik 29.52% hlut í Bergs Timber en eft­ir kaup­in verður hlut­ur­inn í 64.68% en Norvik hyggst þó með tímanum lækka hlutinn undir helmgina.

Kaupverðið nemur allt að 771 millj­ón sænskra króna, eða um 9,9 milljarðar ís­lenskra króna. Þar af verða 3,5 millj­arðar ís­lenskra króna greidd­ar út og 5,9 millj­arða fær Nor­vik í formi hluta­fjár í Bergs Timber sé miðað við gengið 2,71. Þá eru greiðslur sem tengj­ast ár­angri Bergs Timber á næstu árum innifald­ar í upp­hæðinni.

Félögin sem til stendur að selja eru m.a. timb­ur­vinnsl­an Byko-Lat í Lett­landi en heildarveltaþeirra í fyrra nam veltu 20,7 millj­örðum ís­lenskra króna.

Helstu eigendur Norvik eru þau Jón Helgi Guðmunds­son sem á 31,4% hlut í Nor­vik og Guðmund­ur Hall­dór Jóns­son, Iðunn Jóns­dótt­ir og Stein­unn Jóns­dótt­ir sem eiga 21,9% hver.