Áætlunarflug norska flugfélagsins Norwegian á milli Keflavíkur og Bergen í Noregi hófst í gær. Lasse Sandaker-Nielsen, talsmaður Norwegian, segir í samtali við netmiðilinn Túrista að farþegum í flugi félagsins hingað frá Osló hafi fjölgað á árinu. Ekki sé stefnan samt á að fjölga ferðum.

Í umfjöllun Túrista kemur fram að þrjú flugfélög fljúgi nú beint til Noregs. Auk Norwegian fljúgi nú þangað Icelandair og SAS allt árið um kring.

Tvö ár eru síðan Norwegian hóf að fljúga héðan til Osló. Ferðirnar eru þrjár í viku. Þrátt fyrir fjölgun farþega er ekki áform um að fljúga oftar, að sögn Sandaker-Nielsen. Túristi greindi nýverið frá því að Norwegian fékk afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli í sumar. Forsvarsmenn félagasins ákváðu að nýta þá ekki.