*

miðvikudagur, 27. maí 2020
Erlent 16. september 2019 13:47

Norwegian fær gálgafrest

Eigendur skuldabréfa norska flugfélagsins Norwegian samþykktu að framlengja í láni upp á 47 milljarða króna.

Ritstjórn
Flugfélagið Norwegian glímir við alvarlega fjáhagsvanda nú um mundir.
Aðsend mynd

Lánveitendur norska flugfélagsins Norwegian samþykktu á fundi í morgun að fresta gjalddögum á tveimur stórum skuldabréfum. Norwegian hefur glímt við alvarlega fjárhagserfiðleika undanfarið ár og efasemdir voru um að félagið gæti staðið í skilum á 47 milljarða króna greiðslum sem áttu að vera á gjalddaga í haust. Fréttavefurinn turisti.is greinir frá þessu og segir frestinn veita stjórnendum Norwegian kærkominn vinnufrið til að leysa úr fjárhagsvanda flugfélagsins. 

„Hlutabréf í Norwegian hækkuðu um fjórðung í síðustu viku og höfðu hækkað um nærri sex af hundraði í morgun þegar fundur skuldabréfaeigenda hófst.

Norwegian er umsvifamikið í flugi til og frá Íslandi og mun í vetur bjóða upp á áætlunarferðir héðan til Tenerife, Las Palmas, Madríd, Barcelona, Alicante og Óslóar,“ segir ennfremur í frétt turista.is.

Stikkorð: Norwegian Flugfélag