*

mánudagur, 23. september 2019
Innlent 13. júní 2019 09:49

Norwegian flýgur frá Íslandi til Tenerife

Frá 27. október næstkomandi mun flugfélagið bjóða upp á fimm áætlunarferðir í viku frá Íslandi til Tenerife

Ritstjórn
epa

Norwegian hefur tilkynnt nýjar áætlunarferðir á milli Íslands og Kanaríeyja og Tenerife. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Frá 30. október næstkomandi mun Norwegian fljúga tvisvar í viku frá Íslandi til Las Palmas á miðvikudögum og laugardögum. Frá 27. október næstkomandi mun flugfélagið bjóða upp á fimm áætlunarferðir í viku frá Íslandi til Tenerife

Með þessum nýju leiðum er Norwgian nú með sjö mismunandi áætlunarferðir frá Íslandi, en Norwegian flýgur einnig til Madrídar, Barcelona, Alicante, Osló og Bergen.