*

laugardagur, 12. júní 2021
Innlent 31. maí 2018 14:11

Norwegian flýgur milli Íslands og Rómar

Norska lággjaldaflugfélagið mun hefja áætlunarflug milli borganna í október.

Ritstjórn
Norwegian airlines
european pressphoto agency

Frá og með lokum október næstkomandi mun norska lággjaldaflugfélagið Norwegian hefja áætlunarflug milli Íslands og Rómar. Undanfarin ár hefur lítið verið flogið frá Íslandi til Ítalíu. Þetta kemur fram á síðunni turisti.is.

Flogið verður frá Róm til Íslands alla fimmtudaga og sunnudaga. Þotur Norwegian, á leið til Rómar, munu taka á loft frá Keflavíkurflugvelli rétt fyrir hádegi en frá Róm er flogið klukkan sjö að morgni.