*

föstudagur, 4. desember 2020
Innlent 9. ágúst 2018 07:07

Norwegian hættir flugleið til Íslands

Flug Norwegian Air frá London til Íslands, sem verið hefur þrisvar í viku næstum tvö ár, verður ekki framhaldið í vetur.

Ritstjórn
Bjørn Kjos er stofnandi og forstjóri Norwegian Air.
epa

Norska flugfélagið Norwegian Air mun hætta flugi til Íslands frá Lundúnum í vetur. Á heimasíðu félagsins hefur allt beint flug frá Gatwick flugvelli til Íslands verið fjarlægt fyrir komandi vetur.

Frá því í nóvember 2016 hefur félagið flogið þrisvar sinnum í viku hingað til lands á Boeing 737-800 vélum.

Þetta kemur til viðbótar við fréttir í síðustu viku um að breska flugfélagið British Airways mun draga nokkuð úr framboði á flugi sínu til Íslands frá Heathrow flugvelli næsta vetur.

Ekki er að sjá að aðrar breytingar verði á flugi Norwegian hér á landi. Áfram verður flogið til Osló, Stokkhólms, Barcelona, Alicante og Madrid í vetur.

Stikkorð: Norwegian Air Ísland London Bjørn Kjos