*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Erlent 25. október 2018 10:10

Norwegian hagnaðist um 191 milljón dollara

Hagnaður skandinavíska lággjaldaflugfélagsins Norwegian Air nam um 191 milljón Bandaríkjadollara fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi þessa árs.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður skandinavíska lággjaldaflugfélagsins Norwegian Air nam um 191 milljón Bandaríkjadollara fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi þessa árs eða sem nemur 22,9 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Tekjur flugfélagsins voru undir væntingum. Þetta kemur fram í frétt CNBC. 

Um 11 milljónir farþega ferðuðust með Norwegian Air á þriðja ársfjórðungi þessa árs.

Forstjóri flugfélagsins Bjorn Kjos segir í samtali við fjölmiðla að hann sé afar ánægður með rekstrarniðurstöðu þriðja ársfjórðungs þessa árs. 

„Það er þó enginn vafi á því að hörð samkeppni, hækkandi olíuverð og sterkur Bandaríkjadollari mun hafa áhrif á fluggeirann í heild sinni og gera það enn mikilvægara að straumlínulaga reksturinn og draga úr kostnaði," segir Bjorn. 

Norwegian er þriðja stærsta lággjalda flugfélag í Evrópu ef tekið er mið af farþegafjölda en flugfélagið hefur gengið í gegnum mikla rekstrarefriðleika á undanförnum mánuðum. Forstjóri Ryanair, Michael O´Leary, lét hafa eftir sér í síðasta mánuði að hann teldi það aðeins vera tímaspursmál hvenær Norwegian yrði gjaldþrota. 

Stikkorð: Uppgjör Norwegian
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is