Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian hefur fengið afgreiðslutíma í Keflavík fyrir flug til London og Kaupmannahafnar. Félagið hefur þó ekki nýtt sér þessa tíma, að því er fram kemur á vef Túrist a. Útlit er ekki fyrir að félagið muni auka umsvif sín á Íslandi á næstunni.

Norwegian hefur vaxið ört á undanförnum árum og er í dag þriðja umfangsmesta lággjaldaflugfélag Evrópu. Félagið hóf að fljúga til Íslands fyrir tveimur árum og nú flýgur það hingað þrisvar í viku frá Osló og Bergen.

Félagið mun þó ekki blanda sér í samkeppni um farþega á leið til Bretlands og Kaupmannahafnar. Lasse Sandaker-Nielsen, talsmaður félagsins sagði í svari til Túrista að forsvarsmenn félagsins haldi áfram að skoða nýjar flugleiðir en geti ekki sagt fyrir um hugsanlega aukningu í Reykjavík.