*

þriðjudagur, 15. október 2019
Innlent 26. mars 2019 11:02

Norwegian semja við Heimsferðir

Heimsferðir hafa gert samkomulag við Norwegian um flug til Tenerife og Gran Canaria. Munu staðsetja vél á landinu.

Ritstjórn
Ein vél á vegum Norwegian verður staðsett hér á landi vegna samkomulagsins við Heimsferðir.
epa

Heimsferðir hafa samið við Norwegian um flug sitt til Kanaríeyja næsta vetur, en Norwegian mun staðsetja vél á Íslandi til að sinna flugi fyrir fyrirtækið. Morgunflug verða í boði til Tenerife og Gran Canaria, en Norwegian flýgur til fjölda áfangastaða fyrir systurfyrirtæki Heimsferða í Danmörku og Svíþjóð.

Norwegian mun nota Boeing 737-800 vélar til flugsins, sem taka 186 sæti. Heimsferðir munu fljúga á þriðjudögum til Gran Canaria og á miðvikudögum til Tenerife næsta vetur.

Heimsferðir eru í eigu Andra Már Ingólfssonar, sem einnig átti flugfélagið Primera Air sem fór í gjaldþrot í byrjun október. Sá félagið meðal annars um flugferðir fyrir ferðaskrifstofur Andra Más.