*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Erlent 18. júlí 2014 09:52

Norwegian tapaði stórfé á verkföllum

Enginn hefur fengið greiddar bætur vegna tafa lággjaldaflugfélagsins Norwegian Air en 45 kærur eru til meðferðar.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian tapaði hundrað milljónum norskra króna, eða sem nemur yfir 1,8 milljörðum íslenskra króna, þegar miklar tafir urðu á ferðum þess til fjarlægra áfangastaða fyrir tveimur mánuðum. Þessu greinir RÚV frá.

Tafirnar urðu vegna þess að flugmenn efndu til stuttra verkfalla í ljósi ákvörðunar stjórnar félagsins um að færa flugáhafnir yfir í nýstofnuð dótturfélög. Enn hefur enginn fengið greiddar bætur vegna tafanna, en kærur 45 farþega eru til meðferðar.

Tap Norwegian í rekstri vegna tafanna nam 85 milljónum norskra króna á öðrum ársfjórðungi, sem er jafnvirði rúmlega eins og hálfs milljarðs íslenskra króna. Á sama tíma í fyrra var tapið 277 milljónir norskra króna.

Stikkorð: Norwegian Air Verkfall Flugmenn
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is