Norska flugfélagið Norwegian mun taka yfir stóran hluta af þrotabúi Sterling eftir því sem fram kemur á vef business.dk.

Eins og kunnugt er lýsti Sterling, sem er í eigu Pálma Haraldssonar, yfir gjaldþroti í morgun.

Á vef business.dk kemur fram að félögin hafi náð samkomulagi sem kynnt verður á blaðamannafundi seinna í dag.

Ekki liggur ljóst fyrir hvað samkomulagið felur í sér í smáatriðum en þó er greint frá því að Norwegian muni taka yfir arðbærustu flugleiðir Sterling.