Velta Tokyo veitinga ehf. hefur þrefaldast frá fyrsta heila rekstrarárinu árið 2012. Fyrirtækið rekur tvo veitingastaði, í Glæsibæ og á Nýbýlavegi, undir merkjum Tokyo Sushi, auk þess að selja sushibakka í fjórum verslunum Krónunnar. Velta félagsins nam 850 milljónum króna í fyrra en var 284 milljónir árið 2012.

Félagið skilaði fjögurra milljóna króna hagnaði árið 2012 sem hefur síðan þá farið vaxandi. Síðustu þrjú ár hefur hagnaðurinn verið nokkuð stöðugur, á milli 25 og 30 milljóna krón

Andrey Rudkov, framkvæmdastjóri og stofnandi Tokyo Sushi, segir hugmyndina hafa fæðst eftir að hann kláraði MBA nám í Háskólanum í Reykjavík.

„Ég útskrifaðist með MBA gráðu árið 2010 og vildi byrja sjálfur að reka fyrirtæki. Það tók mig árs rannsóknarvinnu að finna rétta geirann.“ Sushi hafi verið áhugaverður markaður. „Verðið var hátt og samkeppnin var lítil,“ segir hann.

„Ég held að við höfum komið inn á markaðinn á réttum tíma.“ Osushi hafði verið í rekstri um nokkurn tíma en markaðurinn hafi vaxið hægt.

Markaðurinn óx hratt

Fyrstu árin eftir opnun Tokyo Sushi hafi sushi-markaðurinn hér á landi stækkað hratt. Nú sé vöxturinn hægari og að mestu í takt við fólksfjölgun hér á landi þó að eldra fólk sé einnig að læra að meta sushi. „Ég myndi halda að um 90% af okkar viðskiptavinum séu Íslendingar,“ segir Andrey.

Fjöldi ársverka hjá félaginu á síðasta ári var 70 og fjölgaði um 10 milli ára. Laun og launatengd gjöld hækkuðu úr 355 milljónum króna í 415 milljónir króna milli áranna 2016 og 2017. „Þetta er umsvifamikil starfsemi,“ segir hann.

„Ég myndi halda að við notum um 60 tonn af hrísgrjónum á ári,“ segir Andrey. Umreiknað á dag samsvarar þetta um 160 kílóum haf hrísgrjónum á dag.

„Við byrjuðum í fyrstu Krónubúðum haustið 2012.“ Hann segir söluna í Krónunni hafa verið nokkuð stöðuga að undanförnu þrátt fyrir opnun Costco, sem einnig selji sushi bakka. Rekstrarumhverfið í veitingageiranum sé krefjandi þessi misserin. „Eins og hjá öllum í þessum geira er launakostnaður helsta áskornunin.“

Eignir Tokyo veitinga námu 243 milljónum króna í árslok 2017, eigið fé félagsins var 111 milljónir og skuldir 132 milljónir króna. Í ársreikningi félagsins fyrir árið 2017 segir að lagt sé til að allt að 53 milljónir króna verði greiddar í arð til hluthafa á þessu ári.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Umfjöllun um afkomu stærstu rútufyrirtækja landsins.
  • Úttekt á bandarískum efnahagsmálum í kjölfar stýrivaxtahækkana.
  • Viðtal við Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins.
  • Umfjöllun um áhrif opnunar H&M á Hafnartorgi á verslun í miðborginni.
  • Fjallað er um rekstrarafkomu í hótelbransanum
  • Umfjöllun um veiði.
  • Óðinn skrifar um aðskilnað ríkis og fjölmiðla.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað.
  • Týr fjallar um blekkingar í hruninu.