*

föstudagur, 15. nóvember 2019
Innlent 18. maí 2019 19:01

Nota aðrar aðferðir en Google og Facebook

Þrír frumkvöðlar ákváðu fyrir stuttu að efna til námskeiðs í framfaramiðaðri markaðssetningu hér á landi.

Júlíus Þór Halldórsson
Bart Snijder, einn stofnenda Sprints & Sneakers í Hollandi, er mikill talsmaður framfaramiðaðrar markaðssetningar.
Aðsend mynd

Þau Ellen Ragnars Sverrisdóttir, Silja Thor og Bart Snijder settu nýlega á fót framtakið Future Founder, sem ætlað er að kynna íslenska frumkvöðla og stjórnendur fyrir framfaramiðaðri markaðssetningu (e. growth hacking).

Bart er einn stofnenda markaðsstofunnar Sprints & Sneakers í Hollandi, sem sérhæfir sig í framfaramiðaðri markaðssetningu. Silja og Ellen kynntust Bart í vinnustofu í Amsterdam, þær heilluðust strax af hugmyndinni, og úr varð Future Founder. Markmið þess er að útvega frumkvöðlum framtíðarinnar þá þekkingu og getu í markaðsmálum sem þeir munu þurfa. „Eitt af því sem við teljum nauðsynlegt að frumkvöðlar framtíðarinnar þekki til er framfaramiðuð markaðssetning, en einnig mætti nefna bálkakeðjuna (e. blockchain), gervigreind og starfsumhverfi sem laðar að besta starfsfólkið.“

Framfaramiðuð markaðssetning er nú þegar nokkuð útbreidd í Hollandi, og hefur náð mikilli fótfestu í Kísildalnum. „Markaðsheimurinn er að taka örum breytingum um þessar mundir. Fyrir 10-15 árum fólst markaðssetning á netinu nánast alfarið í auglýsingum hjá Google; Facebook-auglýsingar voru kannski örlítið farnar að ryðja sér til rúms. Í dag eru þúsundir leiða til að ná til viðskiptavina í gegnum netið.“

PornHub oft betra en Google
Future Founder setti nýlega saman lista yfir 217 aðrar leiðir til að ná til viðskiptavina en Google eða Facebook, og þar er enginn vettvangur undanskilinn. „Það sem við gerum er að prufa allar þessar leiðir: Snapchat, Pinterest, Webo, WeChat og PornHub. Það eru ótalmargar mismunandi leiðir um allan heim, og nýjar sem verða til daglega.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.