Bankaráð Landsbanka Íslands hf. hefur ákveðið að nýta heimild í samþykktum félagsins frá 9. febrúar 2007 til að hækka hlutafé í Landsbanka Íslands hf. Hinir nýju hlutir verða notaðir til að greiða fyrir 90% af kaupverði vegna kaupa Landsbankans á breska verðbréfafyrirtækinu og fjárfestingarbankanum Bridgewell Group plc. sem tilkynnt var um 18. maí 2007.

Hlutafé bankans hefur því verið hækkað um kr. 172.076.284 að nafnverði, úr kr. 11.020.677.803 í kr. 11.192.754.087 að nafnverði.

Ákvörðun um að nýta heimild til hækkunar var tekin á fundi bankaráðs 31. júlí 2007 með fyrirvara um staðfestingu Landsréttar í London á kauptilboði Landsbankans (Scheme of Arrangements) í Bridgewell Group plc sem hefur nú fengist.