Hópur kaupsýslumanna í bænum Biella á Norðvestur-Ítalíu hefur tekið upp á arma sína nýstárlega hugmynd um nýtingu ullar en í Biella er mikill ullariðnaður og eru þar m.a. höfuðstöðvar fataframleiðandans Ermenegildo Zegna.

Fram kemur á vef Economist að hugmyndin felist í því að nýta ullina til þess að hreinsa upp olíu sem hellst hefur út í náttúruna en sem kunnugt er hefur ull þann eiginleika að soga í sig vatn og olíu.

Rannsóknir sem unnar hafa verið fyrir kaupsýslumennina sýna að ódýrasta gerð ullar sjúgi upp um tífalda þyngd sína af hráolíu og telja þeir m.a. að mun hentugra hefði verið að nota ull til þess að hreinsa upp eftir olíulekann í Mexíkóflóa í fyrra.