Bandarískt fjárfestingafélag notaðist við nafnlaus skúffufyrirtæki í Cayman eyjum til að hagnast á einhverjum stærstu skortsöluárásum sem ráðist hefur verið í í Evrópu á síðastliðnum árum. Þetta kemur fram í rannsókn Financial Times.

Félagið, sem heitir Tiger Global, stýrir einum stærsta vogunarsjóði í heiminum en síðan árið 2012 hefur það notast við skúffufyrirtæki til að leggja stór veðmál gegn að minnsta kosti tólf evrópskum fyrirtækjum. Þeirra á meðal er breska fyrirtækið Quindell.

6,5 milljarða vogunarsjóður Tiger Global notaði félag sem kallast Roble SL til að veðja á að verð hlutabréfa Quindell myndi falla. Í kjölfarið hríðlækkaði verð í bréfum félagsins og í vikunni sagði stofnandi og formaður stjórnar sig úr stjórn félagsins.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times.