Frumkvöðullinn, auðjöfurinn og eigandi körfuknattleiksliðsins Dallas Mavericks, Mark Cuban, hefur nú í nokkurn tíma haft blaðamann í fullri vinnu hjá sér. Hlutverk blaðamannsins að grafa upp óþægilegar upplýsingar um skráð fyrirtæki og birta þær á vefnum.

Cuban hefur hagnast gríðarlega á veffyrirtækjum ýmiss konar, en í miðri netbólunni undir lok síðasta áratugar seldi hann Yahoofyrirtæki sitt broadcast.com fyrir 5,9 milljarða dala. Í dag er hann aðaleigandi körfuboltaliðs í NBAdeildinni og stór hluthafi í HDNet, kapalsjónvarpsstöð sem sendir út í háskerpu.

Mark Cuban hefur fyrst og fremst getið sér orð fyrir líflega framkomu á körfuboltavellinum. Hann er eigandi NBA-liðsins Dallas Mavericks og mætir á hvern einasta leik. Cuban hefur þurft að greiða samtals vel á aðra milljón dollara í sektir fyrir óspektir á leikjum og leikmenn liðsins hafa meira að segja sagt á opinberum vettvangi að eigandi liðsins þurfi að róa sig meðan á leikjum stendur.

Nánar er fjallað um Marc Cuban í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf formi hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann með því að senda tölvupóst á [email protected] .