Notar YouTube í kosningabaráttunni Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sett á You- Tube sautján mínútna myndskeið um árangur hans í embætti. Þannig hyggst Obama notast við You- Tube í baráttu sinni til endurkjörs. Pistlahöfundur New York Times kemst svo að orði um myndbandið að þar reynir forsetinn ekki að benda á frábæran árangur, heldur reynir hann að ná til kjósenda með því að benda á að hlutirnir gætu hafa farið verr.