Í nýrri tölfræðiskýrslu frá Póst- og fjarskiptastofnun yfir íslenska fjarskiptamarkaðinn á fyrri helmingi þessa árs kemur fram að þann 1. júlí 2014 voru 411.803 símkort í notkun á Íslandi.

Síminn er enn stærsta farsímafyrirtæki landsins með 37,1% markaðshlutdeild. Þar á eftir kemur Nova með 32,4% hlutdeild á markaði. Vodafone hefur 26,3% markaðshlutdeild og Tal 3,5%.

Viðskiptavinum Nova hefur fjölgað mest allra símafyrirtækja það sem af er árinu, en þeim hefur fjölgað um 7.273.